Hleð......

Fræðsla um styttingu vinnuvikunnar

Nú þegar stytting vinnuvikunnar er á næsta leyti er mikilvægt að trúnaðarmenn og aðrir félagar í aðildarfélögum BSRB séu upplýstir um hvernig ferlið á að vera og hvernig hægt er að vera virkur í samtalinu inni á sínum vinnustað.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði verið boðað til fjölmennra funda til að kynna ferlið og upplýsa okkar fólk, en vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar gengur það ekki. Þess í stað höfum við hjá BSRB unnið þrjú fræðslumyndbönd þar sem farið er nákvæmlega yfir ferlið. Fyrsta myndbandið er stutt kynningarmyndband en í hinum er fjallað annars vegar um ferlið hjá starfsmönnum sem vinna í dagvinnu en hins vegar hjá þeim sem vinna vaktavinnu.

 

 

 

 

Kynningarfundir um styttingu í dagvinnu

Til að auðvelda trúnaðarmönnum og öðrum félagsmönnum aðildarfélaga BSRB að taka þátt í innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar voru haldnir rafrænir fundir þar sem verkefnið var kynnt og spurningum svarað. Hér að neðan má finna upptökur  frá fundunum og glærurnar sem notaðar voru. Fyrri fundurinn fjallar um styttinguna í dagvinnu en sá síðari um styttinguna hjá vaktavinnufólki. 

 

Nýr sérfræðingur BSRB kominn til starfa

Karl Sigurðsson er nýr sérfræðingur BSRB.

Karl Sigurðsson er nýr sérfræðingur BSRB.

Karl Sigurðsson, nýr sérfræðingur BSRB á sviði framtíðarvinnumarkaðarins og menntamála, hefur nú hafið störf hjá bandalaginu. Meginverkefni Karls verður að vinna að stefnumótum BSRB í menntamálum, til dæmis varðandi framtíðarvinnumarkaðinn og 4. iðnbyltinguna.

Karl hefur undanfarna tvo áratugi starfað sem sérfræðingur Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðsmál og starfaði þar á undan hjá Félagsvísindastofnun. Hann er með BA gráðu í stjórnmála- og fjölmiðafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að meistararitgerð í félagsfræði við sama skóla. Þá hefur hann einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.

Í starfi sínu fyrir BSRB mun Karl annast greiningar og safna saman og tryggja gott aðgengi að upplýsingum um hvaða breytingar kunna að verða á störfum félagsmanna aðildarfélaga bandalagsins. Þá mun hann einnig deila upplýsingum um fræðslustofnanir aðildarfélaganna og vinnumarkaðarins sem og leggja grunn að stefnumótun BSRB þegar kemur að starfs- og símenntun, framhaldsfræðslu og framtíðarvinnumarkaðnum.

Aðalfundur SDS haldinn með rafrænum hætti

 Þátttakan var nokkuð góð miðað við að fyrir flest okkar var það nýnæmi að taka þátt í fjarfundi, en 41 fundargestir fylgdust með og kusu á netinu.

Yfir heildina gekk fundurinn vel fyrir sig og tæknilegir örðuleikar fáir. Þátttakan í rafrænu kosningunni var á bilinu 55% -75%, sem má kallast góð, miðað við óvenjulegar aðstæður.

Ársreikningur - og skýrslur stjórna og nefnda voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Eins var það þegar að koma að kosningu tveggja stjórnarmanna og einn til vara. Nýr fulltrúi er í stjórn SDS, Aðalsteinn Jósepsson. Hann starfar sem forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í Grundarfirði. Þá var líka kosið um alla nefndarmenn í orlofs- og starfsmenntunarsjóð til þriggja ára. Dóra Aðalsteinsdóttir, sem hefur starfað í orlofsnefnd á annan tuginn og formaður hennar s.l. 3 ár gaf ekki lengur kost á sér. Við viljum þakka henni fyrir alla hennar vinnu innan félagsins sem hefur einkennst af einlægni og einurð að gera enn betur í þágu orlofsmála SDS.

Stjórn SDS vil þakka þátttakendum og sérlegum aðstoðarmanni fyrir góðan fund.


Meira

Leita

Upp