Hleð......

Afdrifaríkar ákvarðanir um lífeyriskerfið verða að vera í sátt

Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ (t.v.), Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Friðrik Jónsson,…

Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ (t.v.), Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Friðrik Jónsson, formaður BHM.

Nokkur styr hefur staðið um forsendur og framtíð íslenska lífeyriskerfisins undanfarið. Deilt hefur verið um samtryggingu og séreign og nú eru komnar fram tillögur um hækkun lífeyristökualdurs. Það er launafólk í landinu sem á lífeyriskerfið og því óásættanlegt hve mikið hefur skort á samráð við samtök launafólks þega rætt hefur verið um breytingar á kerfinu. Áframhaldandi skortur á samráði og bútasaumsaðferð í ákvarðanatöku mun reynast almenningi dýrkeyptur.


Meira

Um 85 prósent vilja álagsgreiðslur fyrir framlínufólk

 

Mun fleiri konur en karlar vilja álagsgreiðslur fyrir framlínufólk.
 Mun fleiri konur en karlar vilja álagsgreiðslur fyrir framlínufólk.

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að ríki og sveitarfélög greiði því starfsfólki sem hefur verið í framlínunni í baráttunni gegn heimsfaraldrinum aukagreiðslur fyrir það álag sem það hefur verið undir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem könnunarfyrirtækið Prósent gerði fyrir BSRB.

Um 85 prósent landsmanna vilja að framlínufólkið, til dæmis heilbrigðisstarfsfólk, lögregla, sjúkraflutningamenn og aðrir, fái greitt aukalega fyrir það álag sem fylgt hefur faraldrinum. Um níu prósent sögðust hvorki fylgjandi né andvíg slíkum aukagreiðslum og aðeins um sex prósent voru andvíg því að greiða framlínufólkinu álagsgreiðslur.

„Starfsfólk almannaþjónustunnar hefur verið undir gríðarlegu álagi síðastliðna átján mánuði og enn sjáum við ekki fyrir endann á þessum faraldri. Við getum ekki gert þá kröfu á þennan stóra hóp fólks að þau leggi endalaust á sig fyrir okkur hin án þess að fá greiðslur í samræmi við þetta mikla álag,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

„Það er virkilega ánægjulegt að sjá íslensku þjóðina þjappa sér með þessum hætti að baki þeim sem staðið hafa vaktina í heimsfaraldrinum. Þjóðin er með þessu að segja að þakklætið eitt og sér dugi ekki til heldur þurfi að umbuna framlínufólkinu okkar með sérstökum álagsgreiðslum,“ segir Sonja.

Um 85 prósent vilja meira fé til Landspítalans

Afgerandi meirihluti vill auka fjárframlög til reksturs Landspítalans.
 

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna, um 85 prósent, vilja að stjórnvöld verji meira fé til Landspítalans en gert er í dag. Þetta sýnir könnun Prósents sem Fréttablaðið birtir í dag.

Alls sögðust 57 prósent þátttakenda í könnuninni vilja að miklu meira fé verði varið til reksturs spítalans en 28 vilja að aðeins meira fé sé varið í reksturinn. Um 13 prósent vilja ekki breytingar og samtals um tvö prósent vilja að stjórnvöld verji aðeins eða miklu minna fé í reksturinn.

„Til þess að spítalinn geti gegnt sínum verkefnum, þá þarf meira fé,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að niðurstöðurnar séu traustsyfirlýsing frá almenningi við starfsfólk Landspítalans. „Þarna kemur fram skýr vilji þjóðarinnar. Við finnum það nú og til framtíðar að fjármagna þurfi verkefnið með fullnægjandi hætti.“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessar niðurstöður sýna stuðning landsmanna við opinbert heilbrigðiskerfi, í viðtali við blaðið. „Þetta endurspeglar það sem að áður hefur komið fram. Það er eindreginn stuðningur landsmanna við opinbert heilbrigðiskerfi og sterkan Landspítala. Þetta er eindregið ákall um að haldið verði áfram á þeirri braut að byggja upp þessa mikilvægu þjónustu.“


Meira

Leita

Upp