Hleð......

Desemberuppbót / Persónuuppbót 2020

 

1.7.1          Starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. maí og 1. desember ár hvert. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.Hafi starfsmaður gengt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt  hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Sama hlutfallsregla gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs sbr. 8. gr. laga nr. 95/2000. Sjá einnig gr. 11.1.8.

Persónuuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofslaun.

Áunnin persónuuppbót skal gerð upp við starfslok starfsmanns.

Persónuuppbót miðað við 100% starfshlutfall á samningstímanum verður sem hér segir:

Fyrir bæjarstarfsmenn SDS:

1.des. 2020  Kr. 118.750

Fyrir ríkisstarfsmenn SDS:

1.des. 2020 Kr. 94.000

Hvernig verður vinnudagurinn? Matar og kaffitímar

Til að ná hámarks styttingu vinnuvikunnar og ná fram um leið besta langvarandi ávinningi í bættri vinnustaðarmenningu þarf að koma til ítarleg samvinna stjórnenda og starfsmanna. Það er því mikilvægt að gefa sér tíma og kynna sér verkefnið vel og dyggilega og leggja svo sitt af mörkum.  Hér er eitt af mörgum fræðslumyndböndum sem finna má inná síðum https://www.styttri.is/ og https://betrivinnutimi.is/ 

https://www.youtube.com/watch?v=FwmVdRwtTBs&feature=emb_logo 

Byrjað að stytta vinnuvikuna á öflugum vinnustöðum

„Þetta eru þvílík lífsgæði sem við erum að fá,“ segir Egill Kristján Björnsson, sem vinnur hjá Fange…
 
 
„Þetta eru þvílík lífsgæði sem við erum að fá,“ segir Egill Kristján Björnsson, sem vinnur hjá Fangelsismálastofnun.

„Það eru allir mjög ánægðir með þetta og við sem erum byrjuð að stytta vinnuvikuna getum ekki annað en lofað þetta í hástert. Þetta eru þvílík lífsgæði sem við erum að fá,“ segir Egill Kristján Björnsson, trúnaðarmaður Sameykis hjá Fangelsismálastofnun ríkisins á Hólmsheiði.

Fangelsismálastofnun er einn þeirra fyrirmyndarvinnustaða sem þegar hafa innleitt styttingu vinnuvikunnar hjá sínu starfsfólki sem vinnur dagvinnu. Vinnuvika starfsfólksins styttist úr 40 stundum í 36.

Þeim vinnustöðum fjölgar nú ört sem hafa lokið umbótasamtali og starfsfólk er ýmist byrjað að stytta vinnuvikuna eða veit hvernig það verður gert nú um áramótin. Um miðjan nóvember höfðu 19 stofnanir ríkisins sent inn staðfestingu á því að innleiðingarferlinu fyrir styttingu vinnuvikunnar sé lokið.

Samtals starfa um 150 félagsmenn í aðildarfélögum BSRB á þessum vinnustöðum og stærstur hluti þeirra, nærri fjórir af hverjum fimm, stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Útfærslan er mismunandi en algengast er að hver vinnudagur styttist aðeins, þó einnig séu margir sem taka út styttinguna hálfan dag í viku, eða einn dag aðra hverja viku eftir því hvað hentar.


Meira

Leita

Upp