Hleð......

Trúnaðarmenn fari ekki á vakt beint eftir námskeið

FRÓÐLEIKUR
Trúnaðarmenn eiga rétt á að sækja námskeið á vinnutíma til að bæta við þekkingu sína.
Trúnaðarmenn eiga rétt á að sækja námskeið á vinnutíma til að bæta við þekkingu sína.

Trúnaðarmenn hafa veigamiklu hlutverki að gegna. Þeir eru fulltrúar stéttarfélags á vinnustaðnum og þeim ber að gæta að réttindum samstarfsmanna sinna. Hlutverk trúnaðarmanna getur verið krefjandi og er mikilvægt að trúnaðarmenn séu ávallt vel meðvitaðir um réttindi sín og annarra á vinnustaðnum.

Með það að leiðarljósi er trúnaðarmönnum tryggð þau mikilvægu réttindi að geta sótt málþing, fundi, ráðstefnur og námskeið í allt að fimm vinnudaga á ári án skerðingar á reglubundnum launum. Þannig geta trúnaðarmenn til dæmis sótt fræðslunámskeið á vinnutíma og bætt við sína þekkingu á vinnurétti. Dæmi um slík námskeið er trúnaðarmannanám Félagsmálaskóla Alþýðu sem BSRB og ASÍ starfrækja, en hlutverk hans er meðal annars að skipuleggja og halda námskeið fyrir trúnaðarmenn þar sem þeir fá fræðslu. Þannig verða þeir hæfari trúnaðarmenn og öflugri, fyrir bæði starfsmenn og stéttarfélög.


Meira

Desemberuppbót / Persónuuppbót 2021

 

1.7.1          Starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. maí og 1. desember ár hvert. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.Hafi starfsmaður gengt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt  hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Sama hlutfallsregla gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs sbr. 8. gr. laga nr. 95/2000. Sjá einnig gr. 11.1.8.

Persónuuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofslaun.

Áunnin persónuuppbót skal gerð upp við starfslok starfsmanns.

Persónuuppbót miðað við 100% starfshlutfall á samningstímanum verður sem hér segir:

Fyrir bæjarstarfsmenn SDS:

1.des. 2021  Kr. 121.700

Fyrir ríkisstarfsmenn SDS:

1.des. 2021 Kr. 96.000 
Ný námskeið um betri tíma í vaktavinnu

Námskeið um betri vinnutíma í vaktavinnu fara fram 8. og 9. desember.
Námskeið um betri vinnutíma í vaktavinnu fara fram 8. og 9. desember.

Fræðslusetrið Starfsmennt stendur fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk í vaktavinnu þar sem farið verður yfir verkefnið Betri vinnutími í vaktavinnu. Námskeiðin verða haldin 8. og 9. desember. Þau verða kennd í gegnum vefinn og eru þátttakendum að kostnaðarlausu.


Meira

Fyrsti stjórnarfundur eftir sameiningar

Stjórn Kjalar frá vinstri: Anna Klara, Björgúlfur, Sigurður, Elfa, Jakobína, Helga, Guðbjörn, Árni, …
Stjórn Kjalar frá vinstri: Anna Klara, Björgúlfur, Sigurður, Elfa, Jakobína, Helga, Guðbjörn, Árni, Ingunn og Kristín. Fjarverandi: Hólmfríður Guðlaug, Hólmfríður og Ómar
 

Líkt og greint hefur verið frá hér á heimasíðu Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu hafa fjögur félög opinberra starfsmanna á landsbyggðinni sameinast félaginu á síðustu vikum. Um er að ræða Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélag Fjallabyggðar og Starfsmannafélag Fjarðabyggðar. Félagssvæði Kjalar er því orðið enn víðfeðmara en áður og spannar nú nær samfellt svæði frá Borgarbyggð í vestri, vestur og norður um til Austurlands.

Sameiningarnar tóku strax gildi við samþykkt aðalfunda félaganna fjögurra og eru félagsmenn Kjalar stéttarfélags þar með orðnir um 2000 talsins. Þetta er veruleg stækkun á félaginu sem þar með er orðið annað stærsta aðildarfélag BSRB.


Meira

Ríkið endurskoðar ekki afstöðuna til orlofs í sóttkví

Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort látið verði reyna á túlkun ríkisins fyrir dómstólum.
Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort látið verði reyna á túlkun ríkisins fyrir dómstólum.

Ríkið fellst ekki á túlkun BSRB og annarra heildarsamtaka launafólks á því hvernig standa skuli að skráningu orlofs þegar starfsfólki er gert að sæta sóttkví og telur að starfsfólk eigi ekki rétt á að fresta orlofstöku sé því gert að sæta sóttkví.


Meira
Upp