Hleð......

Desemberuppbót / Persónuuppbót 2020

 

1.7.1          Starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. maí og 1. desember ár hvert. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.Hafi starfsmaður gengt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt  hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Sama hlutfallsregla gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs sbr. 8. gr. laga nr. 95/2000. Sjá einnig gr. 11.1.8.

Persónuuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofslaun.

Áunnin persónuuppbót skal gerð upp við starfslok starfsmanns.

Persónuuppbót miðað við 100% starfshlutfall á samningstímanum verður sem hér segir:

Fyrir bæjarstarfsmenn SDS:

1.des. 2020  Kr. 118.750

Fyrir ríkisstarfsmenn SDS:

1.des. 2020 Kr. 94.000

Hvernig verður vinnudagurinn? Matar og kaffitímar

Til að ná hámarks styttingu vinnuvikunnar og ná fram um leið besta langvarandi ávinningi í bættri vinnustaðarmenningu þarf að koma til ítarleg samvinna stjórnenda og starfsmanna. Það er því mikilvægt að gefa sér tíma og kynna sér verkefnið vel og dyggilega og leggja svo sitt af mörkum.  Hér er eitt af mörgum fræðslumyndböndum sem finna má inná síðum https://www.styttri.is/ og https://betrivinnutimi.is/ 

https://www.youtube.com/watch?v=FwmVdRwtTBs&feature=emb_logo 

Byrjað að stytta vinnuvikuna á öflugum vinnustöðum

„Þetta eru þvílík lífsgæði sem við erum að fá,“ segir Egill Kristján Björnsson, sem vinnur hjá Fange…
 
 
„Þetta eru þvílík lífsgæði sem við erum að fá,“ segir Egill Kristján Björnsson, sem vinnur hjá Fangelsismálastofnun.

„Það eru allir mjög ánægðir með þetta og við sem erum byrjuð að stytta vinnuvikuna getum ekki annað en lofað þetta í hástert. Þetta eru þvílík lífsgæði sem við erum að fá,“ segir Egill Kristján Björnsson, trúnaðarmaður Sameykis hjá Fangelsismálastofnun ríkisins á Hólmsheiði.

Fangelsismálastofnun er einn þeirra fyrirmyndarvinnustaða sem þegar hafa innleitt styttingu vinnuvikunnar hjá sínu starfsfólki sem vinnur dagvinnu. Vinnuvika starfsfólksins styttist úr 40 stundum í 36.

Þeim vinnustöðum fjölgar nú ört sem hafa lokið umbótasamtali og starfsfólk er ýmist byrjað að stytta vinnuvikuna eða veit hvernig það verður gert nú um áramótin. Um miðjan nóvember höfðu 19 stofnanir ríkisins sent inn staðfestingu á því að innleiðingarferlinu fyrir styttingu vinnuvikunnar sé lokið.

Samtals starfa um 150 félagsmenn í aðildarfélögum BSRB á þessum vinnustöðum og stærstur hluti þeirra, nærri fjórir af hverjum fimm, stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Útfærslan er mismunandi en algengast er að hver vinnudagur styttist aðeins, þó einnig séu margir sem taka út styttinguna hálfan dag í viku, eða einn dag aðra hverja viku eftir því hvað hentar.


Meira

Yfir 300 íbúðir Bjargs komnar í útleigu

Íbúðir Bjargs í Þorlákshöfn eru hinar glæsilegustu og eru íbúar þegar fluttir inn.
 
 
Íbúðir Bjargs í Þorlákshöfn eru hinar glæsilegustu og eru íbúar þegar fluttir inn.

Uppbyggingin hjá Bjargi íbúðafélagi, sem stofnað var af BSRB og ASÍ, heldur áfram og eru nú leigjendur fluttir inn í íbúðir félagsins í Þorlákshöfn og á Akureyri, auk þess sem á haustmánuðum voru teknar í notkun íbúðir við Kirkjusand, í Hraunbæ og í Úlfarsárdal í Reykjavík.

Alls eru nú 311 íbúðir Bjargs í útleigu og eru 347 í hönnunarferli og byggingu. Þá eru 395 til viðbótar í undirbúningi, samkvæmt upplýsingum frá félaginu.


Meira

Áfram kaffi- og matartímar þó vinnuvikan styttist

Starfsmenn munu áfram fá sínar kaffipásur þó vinnuvikan verði stytt.
 
Starfsmenn munu áfram fá sínar kaffipásur þó vinnuvikan verði stytt.

Samtalið um styttingu vinnuvikunnar er nú í gangi á fjölmörgum vinnustöðum hjá ríkinu og sveitarfélögum. Eitt af því sem þarf að ræða er fyrirkomulag matar- og kaffitíma.

Hægt verður að stytta vinnuvikuna um allt að fjórar klukkustundir á viku en að lágmarki um 65 mínútur og fyrirkomulag matar- og kaffitíma getur verið mismunandi eftir því hversu mikið verður stytt.

Vonandi verður ákveðið að stytta vinnuvikuna um hámarkið, 4 klukkustundir, á sem flestum vinnustöðum. Til þess að það geti gengið þarf að endurskoða matar- og kaffitíma. Í dag eru kaffihlé samtals 35 mínútur yfir daginn og teljast þau hluti af vinnutíma. Matartímar teljast hins vegar ekki hluti af vinnutímanum. Þetta þýðir að taki starfsmaður 30 mínútur í mat ætti vinnutíminn að vera til dæmis frá klukkan 8 til 16:30.

Á undanförnum árum hefur þróunin á fjölmörgum vinnustöðum þar sem unnið er í dagvinnu verið sú að starfsmenn nota launaða kaffitíma í hádeginu, taka 35 mínútur í hádegismat og vinna þannig til dæmis frá klukkan 8 til 16. Það þýðir ekki að starfsmennirnir hafi ekki fengið að taka neinar pásur fyrir eða eftir hádegi. Enda væri það skelfileg stjórnun á vinnustað að ætlast til þess að starfsmenn fái aldrei að taka pásur. Raunin hefur því verið sú að starfsmenn geta tekið hlé frá vinnu, spjallað við vinnufélaga og fengið sér kaffibolla bæði fyrir og eftir hádegi. Þau hlé hafa þó ekki verið tímasett sérstaklega, heldur taka starfsmennirnir pásur þegar það hentar miðað við þau verkefni sem unnið er að.

Við styttingu vinnuvikunnar verður fyrirkomulag líkt því sem hér er lýst tekið upp á vinnustöðum þar sem hámarks stytting verður tekin. Starfsmenn gefa eftir forræði á matar- og kaffitímum, sem þýðir að þeir geta ekki notað þennan tíma til að sinna einkaerindum eða fara úr húsi þó þeir geti auðvitað farið á kaffistofu eða í mötuneytið á sínum vinnustað eins og áður. Þeir munu áfram fá kaffitíma og matarhlé, rétt eins og lýst var hér að ofan.


Meira
Upp