Hleð......

BSRB í aðgerðahópi ráðuneytis vegna #metoo

Skipaður hefur verið aðgerðahópur á vegum Velferðarráðuneytisins í kjölfar #metoo byltingarinnar til að fylgja eftir aðgerðum á vinnumarkaði sem miða að því að koma í veg fyrir einelti, kynferðislegt og kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum.


Meira

Kjarasamningavinna hafin

Í dag var vinnufundur trúnaðarmanna SDS í Kaffi Emil, Grundarfirði

Fundurinn var vel lukkaður í alla staði. Farið var í undirbúningur að kjarasamningagerð um leið og drög voru lögð að kröfugerð SDS til SNS (samninganefnd sveitarfélag) Var hugur í fólki og áherslurnar í megin atriðum skýrar. Endanleg kröfugerð verður birt hér á vefnum í október n.k. 

Vinnufundi lauk með því að Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur BSRB var með kynningu á réttindum og skyldum starfsmanna og atvinnurekandi í tengslum við aðgerðir gegn áreitni og einelti á vinnustöðum. Kom hún víða við enda umfangs mikið málefni og margt sem ber að varast og mikilvægt að sem flestir séu meðvitaðir um rétt sinn um leið og unnið sé að því með skipulegum hætti byggja upp betra og réttlátara vinnuumhverfi á jafnréttisgrundvelli. Öllum til framdráttar. 

Frábær fundum með flottu fólki!

Trúnaðarmannafundur SDS 11.sept.

Fundur trúnaðarmanna og stjórnar SDS

verður haldinn í Kaffi Emil, Grundarfirði

11.september  frá kl. 11:00- 15.00 


Meira

Kröfugerð aðildarfélaga BSRB undirbúin

 

Fjallað var um sameiginleg hagsmunamál aðildarfélaga BSRB á samningseiningafundi í dag.
Fjallað var um sameiginleg hagsmunamál aðildarfélaga BSRB á samningseiningafundi í dag.
 

Á meðal þess sem rætt var á fundinum var árangurinn sem náðst hefur með samtali aðila vinnumarkaðarins við stjórnvöld sem farið hefur fram á reglulegum fundum frá því í desember 2017 og þau mál sem unnið hefur verið að á þeim fundum. Þar var sérstaklega farið yfir málefni kjararáðs og skýrslu Gylfa Zoega um stöðu efnahagslífsins í aðdraganda kjarasamninga.

Á fundinum var einnig farið yfir stöðu annarra sameiginlegra hagsmunamála aðildarfélaga BSRB, svo sem jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins og um snemmtöku lífeyris.

Stóra málið á þingi BSRB í haust

Forystufólk aðildarfélaga bandalagsins mun halda áfram að stilla saman strengi sína í aðdraganda kjarasamninga nú þegar undirbúningur við vinnu á kröfugerðum félaganna er farin af stað. Sameiginlegar áherslur aðildarfélaga í komandi kjarasamningum verða í forgrunni á þingi BSRB, sem haldið verður dagana 17.-19. október næstkomandi og munu næstu fundir samningseininga bandalagsins verða haldnir í kjölfar þess.

Níu verkefni í vinnslu eftir samráðsfundi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðins

Níu verkefni sem rædd hafa verið á samráðsfundum stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðarins eru enn í vinnslu en þremur hefur verið lokið. Þetta kemur fram í yfirliti sem forsætisráðuneytið hefur birt.

Stjórnvöld boðuðu aðila vinnumarkaðarins til fyrsta samráðsfundarins í desember 2017, fljótlega eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum. Alls hafa verið haldnir tíu sambærilegir fundir síðan.

Þau þrjú verkefni sem leitt hafa af samtalinu og telst lokið eru hækkun atvinnuleysistrygginga, hækkun hámarksgreiðslna Ábyrgðarsjóðs launa og niðurlagning kjararáðs.

Þau níu mál sem forsætisráðuneytið telur upp og segir í vinnslu eru eftirfarandi:

  1. Endurskoðun tekjuskattskerfis
  2. Frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa
  3. Hagsveifluleiðrétt atvinnuleysistryggingagjald
  4. Úttekt á Fræðslusjóði
  5. Starfshópur um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga
  6. Upptaka launaupplýsinga frá öllum launagreiðendum að norskri fyrirmynd
  7. Skattlagning greiðslna úr sjúkrasjóðum
  8. Yfirlýsing vegna kjarasamninga við BHM
  9. Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar
Dagskrá og gögn opin öllum

Meira
Upp