Hleð......

1.maí samkomurnar voru vel sóttar

Það er gaman að segja frá því að nú sem endranær, voru samkomurnar okkar á öllum fjórum stöðunum vel sóttar. SDS hefur verið í góðu samstarfi við önnur stéttarfélög sem eru Sameyki, Stéttarfélag Vesturlands og Verkalýðsfélag Snæfellinga. Samkomurnar voru í Klifi Ólafsvík, samkomuhúsinu í Grundarfirði, Fosshótel Stykkishólmi og Dalabúð Búðardal.

Myndin sem fylgir fréttinni er af Sigursteini Sigurðarsyni, arkitekt sem var ræðumaður hjá okkur í Búðardal. Í ræðu sinni fór hann víða, m.a. um verkalýðsmál, velferðarmál, umhverfismál, mál innflytjenda og fjórðu iðnbyltinguna.

Vel lukkaður dagur og viljum við þakka öllum sem komu til okkar og sýndu þannig í verki stuðning við eins brýnt málefni og verkalýðsbaráttan er. 

Kærar þakkir og ef þið viljið skoða fleiri myndir þá eru þær inní myndasafninu og það eiga eftir að koma fleiri. 

Upp