Hleð......

AÐALFUNDUR SDS 2019

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Munaðarnesi

laugardaginn 6.apríl frá kl.17:00

Rútur fara frá; Búðardal, Hellissandi og Stykkishólmi sem sameinast rútunni sem kemur utan af nesinu. Nánari tímasetningar og skráning á þátttöku auglýst síðar.

 Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

Kosning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar.

Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

-Skýrsla orlofsnefndar

-Skýrsla starfsmenntunarsjóðs

-Skýrsla átaks og vinnudeilusjóðs

Kosning 2 meðstjórnenda og 1 varamanns í stjórn til tveggja ára.

Samkvæmt 6.grein laga SDS

Stjórn og stjórnarstörf:

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum; Formanni, ritara, gjaldkera, meðstjórnendum og 2 varamönnum. Kosið er til 2ja ára í senn. Við kosningu skal ávallt leitast við að hafa sem jöfnust hlutföll á félagssvæðinu.

Formann skal kjósa sérstaklega á 3ja ára fresti, en meðstjórnendur skulu kosnir þannig að tveir eru kjörnir ár hvert og

varamenn.

Önnur mál.

 

Að loknum aðalfundi verður boðið uppá hlaðborð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Yfir eftirréttinum mun svo Orri  Sveinn Jónsson, trúbador og gleðispaði,  skemmta gestum með söng og gleði af sinni alkunnu snilld.

 

Rúturnar fara heim á leið kl.21:00

Upp