Aðalfundur BSRB 2019
Vinnuvikan verði stytt í kjarasamningum
Öll aðildarfélög BSRB eru með lausa kjarasamninga og lagði aðalfundur BSRB áherslu á að í þeim kjarasamningsviðræðum sem nú eru í gangi verði samið um bætt starfsumhverfi opinberra starfsmanna. Í ályktun fundarins segir að bregðast verði hratt við aukinni tíðni veikinda vegna langvarandi streitu og kulnunar. Það þurfi meðal annars að gera með því að stytta vinnuvikuna.
„Niðurstöður tilraunaverkefna sýna fram á ótvíræðan ávinning bæði fyrir starfsfólk og vinnustaði. Aðalfundur BSRB telur ekki eftir neinu að bíða og að stytta eigi vinnuvikuna með skýrum hætti í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög. Sérstaklega er brýnt að stytta vinnuviku vaktavinnufólks enda ljóst að álagið sem fylgir vaktavinnu hefur afar slæm áhrif á heilsu starfsfólksins,“ segir í ályktuninni.
Ályktun aðalfundar BSRB um heilbrigðismál