Hleð......

Aðalfundur SDS 2018

 

Félagar athugið!

Aðalfundur SDS verður haldinn, laugardaginn 14.apríl í Búðardal. 

Rútuferðir verða frá Hellissandi, Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi. 

Dagskráin verður auglýst síðar. Eftir að dagskrá aðalfundar hefur verið tæmd, verður tveggja rétta kvöldverður borinn fram. Að honum loknum mun Páll Rósinkranz ásamt undirleikara mæta á svæðið og heilla okkur með söng og gleði. 

Takið endilega daginn frá og fjölmennum nú sem fyrr á fundinn, félaginu okkar til framdráttar. 

Á aðalfundinum verður m.a. kosning formanns til þriggja ára, kosning í stjórn Átaks-og vinnudeilusjóðs, kosning fulltrúa á þing BSRB í haust, breytingar á lögum félagsins og ný reglugerð Átaks- og vinnudeilusjóðs SDS. 

Nú sitjandi formaður, Helga Hafsteinsdóttir, gefur kost á sér áfram til endurkjörs. 

Óskað er eftir annarri tilnefningu eins og segir í lögum SDS

17.grein.

Aðalfundur skal auglýsa með tveggja vikna fyrirvara á vinnustöðum eða í fjölmiðlum eða á annan hátt.

Jafnframt skal auglýsa eftir öðrum listum til stjórnar og fulltrúaráðskjörs og skal hann hafa borist stjórn minnst viku fyrir aðalfund. Rétt til að bera fram lista við kjör stjórnar og fulltrúaráðs hefur hver fullgildur félagmaður, þó er framboðslisti ekki löglegur nema hann sé studdur af minnst 1/3 fullgildum félagsmönnum.

Aðalfundur skal haldinn fyrir maílok ár hvert. Takist ekki að ljúka aðalfundarstörfum á einum fundi, skal boða til framhaldsaðalfundar eigi síðar en innan 20 daga. Heimild er að boða til aukaaðalfundar ef stjórn félagsins telur ástæðu til. Skal það þá gert með minnst tíu daga fyrirvara.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

 1. kosning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar.
 2. skýrsla stjórnar um starfssemi félagsins á liðnu starfstímabili.
 3. endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
 4. skýrsla orlofsnefndar.
 5. skýrsla starfsmenntunarsjóðs
 6. tillögur stjórnar um félagsgjöld, gjald úr orlofssjóði til rekstrar félagsins og aðrar þær tillögur sem stjórnin kann að leggja fram.
 7. tillögur til lagabreytinga sem stjórnin eða aðrir hafa lagt fram.
 8. kosning formanns á þriggja ára fresti.
 9. kosning meðstjórnenda og varamanna í stjórn til tveggja ára.

j.kosning orlofsnefndar til þriggja ára í senn.

k.kosning í starfsendurmenntunarsjóð til þriggja ára í senn.

 1. kosning fulltrúa á þing BSRB þriðja hvert ár.
 2. önnur mál sem getið er sérstaklega í fundarboði, s.s. kjaramál eða annað.
 3. önnur mál.

 

 

Upp