Hleð......

Aðalfundur Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu (SDS) 2020

 Verður haldinn fimmtudaginn 15.október kl.17:00 -18:15 í fjarfundi vegna aðstæðna.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta, þó svo fundurinn verði með rafrænu sniði.  Skráning er nauðsynleg til að geta fylgst með fundi og greitt atkvæði.  Senda þarf tölvupóst á dalaogsnae@gmail.com og tilgreina fullt nafn, kennitölu og netfangið sem nota skal á fjarfundinum. Þið fáið svo sendan hlekk inná fundinn samdægurs. Þegar á fundinn er komið fáið þið nákvæmar leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna sem verður mjög aðgengileg og ekkert til að halda ykkur frá þátttöku. Skráningu lýkur á hádegi deginum áður, 14.október.

Rúsínan í pylsuendanum!

Í lok fundar verður dregið í happdrætti.

Vinningarnir verða tveir, sitthvort gjafakortið frá 66°Norður uppá 40.000 kr.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

  • Tilnefning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar.
  • Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
  • Skýrsla orlofsnefndar
  • Skýrsla starfsmenntunarsjóðs
  • Skýrsla átaks og vinnudeilusjóðs
  • Kosning 2 meðstjórnenda og 1 varamanns í stjórn SDS til tveggja ára.
  • kosning orlofsnefndar til þriggja ára í senn.
  • kosning í starfsendurmenntunarsjóð til þriggja ára í senn.
  • Önnur mál.

Sameiningarviðræður við Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (FOS.Vest.) 

F.h.stjórnar SDS

Helga Hafsteinsdóttir

Formaður SDS

Upp