Hleð......

Aðalfundur Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu (SDS) 2021

Verður haldinn fimmtudaginn 2.september kl.17:15 -18:30 í fjarfundi vegna aðstæðna.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta, þó svo fundurinn verði með rafrænu sniði (Zoom).  Skráning er nauðsynleg til að geta fylgst með fundi og greitt atkvæði.  Senda þarf tölvupóst á dalaogsnae@gmail.com , tilgreina fullt nafn, kennitölu og netfangið sem nota skal á fjarfundinum. Eins væri gott að láta farsímanúmerið fylgja með. Þið fáið svo sendan í tölvupósti, hlekk inná fundinn samdægurs. Þegar á fundinn er komið fáið þið nákvæmar leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna sem verður mjög aðgengileg og ekkert til að halda ykkur frá þátttöku. Skráningu lýkur deginum áður, 1.september.

Rúsínan í pylsuendanum!

Í lok fundar verður dregið í happdrætti.

Vinningarnir verða þrjú gjafakort frá 66°Norður. Hvert kort að andvirði 40.000 kr.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

 • -Tilnefning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar.
 • -Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
 • -Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
 • -Skýrsla orlofsnefndar
 • -Skýrsla starfsmenntunarsjóðs
 • -Skýrsla átaks og vinnudeilusjóðs
 • -Kosning fulltrúa á þing BSRB 
 • -Kynning á sameiningarviðræðum. Drög að samkomulagi um sameiningu SDS og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu lagt fram.
 • -Umboð aðalfundar lagt fram til samþykktar á samkomulagi um sameiningu félaganna sem stefnt er að á framhalds-aðalfundi SDS í október 2021
 • -Kosning 2 meðstjórnenda og 1 varamanns í stjórn SDS til tveggja ára.
 • -Kosning formanns
 • -Önnur mál.
Upp