Hleð......

Aðgerðir í umhverfismálum verði réttlátar

 

Beita sér gegn auknum ójöfnuði

Verkalýðshreyfingin hefur þegar bent á mikilvægi þess að fjárfest verði í innviðum til að aðlagast þeim breytingum sem loftslagsbreytingar munu óhjákvæmilega valda, uppbygginu loftslagsvænna atvinnugreina og tæknibreytingum. Nota verður skattkerfið og beinar aðgerðir á vinnumarkaði til að koma í veg fyrir aukinn tekju- og eignaójöfnuð og til að skapa góð störf. Þar verða ríki og sveitarfélög að vera í forystu. Ekki er fýsilegt að láta markaðinn einan um að móta framtíðina enda skeyta markaðsöflin ekki um samfélagsleg áhrif.

Það verður því sífellt mikilvægara að verkalýðshreyfingin beiti sér í loftslagsmálum með það að markmiði að tryggja hagsmuni launafólks, stuðla að félagslegum stöðugleika og stuðningi almennings við nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja lífvænlega framtíð.

Upp