Hleð......

Aðildarfélög boða atkvæðagreiðslu um verkföll

Ótímabundið allsherjarverkfall frá 15. apríl

Samkvæmt þeirri áætlun sem félagsmenn munu nú greiða atkvæði um munu þessar aðgerðir halda áfram samkvæmt áætlun fram í dymbilviku. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna hjá ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma.

Alls munu félagar í 17 aðildarfélögum BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðunina. Niðurstöðurnar verða kynntar fimmtudaginn 20. febrúar. Félögin hafa verið kjarasamningslaus frá 1. apríl 2019, eða í á ellefta mánuð. Kjarasamningsviðræður munu halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða.

 • Félagsmenn í eftirtöldum félögum munu greiða atkvæði um verkfallsboðun:
 • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
 • Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum
 • FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
 • Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
 • Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
 • Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu
 • Sjúkraliðafélag Íslands
 • Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu
 • Starfsmannafélag Fjallabyggðar
 • Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
 • Starfsmannafélag Garðabæjar
 • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
 • Starfsmannafélag Húsavíkur
 • Starfsmannafélag Kópavogs
 • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
 • Starfsmannafélag Suðurnesja
 • Starfsmannafélag Vestmannaeyja

Þrjú félög til viðbótar; Landssamband lögreglumanna, Tollvarðafélag Íslands og Félag starfsmanna stjórnarráðsins, hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar, en félagsmenn þeirra hafa ekki verkfallsrétt og munu félögin því ekki boða til sambærilegra aðgerða. Þá styðja fangaverðir, sem eru í Sameyki en hafa ekki verkfallsrétt, aðgerðirnar þó þeir verði að standa utan við þær.

Nærri 90 prósent vilja aðgerðir

Mikill hugur er í félagsmönnum eins og sést í könnun sem Sameyki hefur látið gera hjá sínu fólki. Könnunin leiddi í ljós að nærri níu af hverjum tíu félagsmönnum styðja boðun verkfalls til að þrýsta á um gerð kjarasamninga.

Atkvæðagreiðslur verða á hendi aðildarfélaga BSRB sem munu birta sínum félagsmönnum nánari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslu, fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir og greiðslur til þeirra sem fara í verkfall.

Upp