Hleð......

Af aðalfundi okkar!

Sem haldinn var s.l. laugardag í glæsilega veitingarhúsinu Skeri, Ólafsvík.

Fundargestir komu af öllu félagssvæðinu og voru um 60 manns og eins og áður voru sætaferðir frá öðrum þéttbýlisstöðunum. Samhugur og gleði endurspeglar alltaf andrúmsloftið þegar að SDS félagar eru saman komnir. 

Auk venjubundinna dagskráliða aðalfundar kynntum við skoðanakönnun sem við stóðum að ásamt okkar Samflotfélögum s.l. vetur. Í henni kom skýr vilji félagsmanna fram á helstu kröfum og -öðrum áhersluatriðum  sem spurt var eftir er varðar félagsstarfið utan sem innan þess. Almenn ánægja kom m.a. fram hvað varðar okkar innra félagsstarf og þjónustu. 

Kröfugerð okkar inní viðræður á endurnýjun kjarasamninga var unnin samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunarinnar. Helstu þrjú atriðin voru í fyrsta lagi hækkun launa, í öðru lagi hækkun lægstu launa og í þriðja lagi stytting vinnuvikunnar.  Áhersluatriðin voru samskonar innan Samflots og á BSRB vísu. Samninganefndirnar við ríki og bæ, fylgja kröfum okkar eftir inná samningaborðin.

Í skoðanakönnuninni var líka spurt um viðhorf félagsmanna á sameiningu við önnur félög. Skilaboðin voru líka mjög afgerandi þar, 43 % svarenda voru hlynntir, 46% hvorki né og einungis 11 % andvígir. Á þessu má draga þá ályktun að 89% félagsmanna eru tilbúnir að skoða þann möguleika.

Út frá því leituðum við til okkar nær félags sem er Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (FOS.Vest.) til að kanna áhuga þeirra á sameiningarviðræðum félaganna. Þau tóku því vel og á þeirra aðalfundi í vor var tillagan samþykkt og núna á okkar aðalfundi með einróma samþykkt. Stjórnir félagana eru því komin með umboð til að fara í þessar viðræður með þeim formerkjum að við færum í  faglega úttekt félagana og í góðri samvinnu við félagsmenn. Kostir og gallar vegnir og metnir og þeirri vinnu fylgt eftir í  kynningum út í félögunum sem munu svo greiða atkvæði með eða á móti sameiningu á aðalfundum félagana í vor. Verkefnið er stórt og vandasamt, en jafnframt spennandi.

         F.h. stjórnar SDS vil ég færa öllum sem komu að aðalfundinum á einn eða annan hátt, okkar bestu þakkir og vil ég þar nefna sérstaklega starfsmenn Skersins sem tóku vel á móti okkur með þvílíkri gestrisni og fyrsta flokks veitingum.

                                                                                                              Helga Hafsteinsdóttir

formaður SDS

Upp