Hleð......

Áfram kaffi- og matartímar þó vinnuvikan styttist

Starfsmenn fá pásur

Endurskoðun þýðir ekki að starfsmenn fái aldrei að taka pásur. Starfsmenn geta áfram tekið hlé frá vinnu, spjallað við vinnufélaga og fengið sér kaffibolla bæði fyrir og eftir hádegi.

Hér þarf sérstaklega að huga að þeim starfsmönnum sem eru með fasta viðveru. Þetta getur til dæmis verið starfsfólk í móttöku og fólk sem vinnur þjónustustörf af ýmsu tagi, til dæmis í grunnskólum, leikskólum og við ýmiskonar umönnun. Ræða verður sérstaklega um þessa hópa þegar starfsfólk á vinnustaðnum ræðir um útfærslu styttingar vinnuvikunnar. Þar mætti til dæmis hugsa sér að búið verði til einhverskonar kerfi til að tryggja þessu starfsfólki afleysingu til að það geti tekið eðlileg matar- og kaffihlé. Þá þarf einnig að ræða sérstaklega hópa sem vinna líkamlega erfiða vinnu og þarf eðlilega hvíld til að geta sinnt sínum störfum út vinnudaginn.

Styttingu vinnuvikunnar fylgja ýmsar áskoranir en það er mikilvægt að starfsfólk taki þessu ferli af opnum hug til að tryggja að stærsta breytingu á vinnutíma í nærri hálfa öld gangi vel fyrir sig. Það er hagur okkar allra.

Upplýsingar um innleiðingarferlið og fleira sem við kemur styttingu vinnuvikunnar má finna á styttri.is, nýjum vef BSRB um þetta verkefni.

Upp