Áherslan í umhverfismálum á réttlát umskipti
BSRB er, ásamt Alþýðusambandi Íslands og Bandalagi háskólamanna, í samstarfi við systursambönd sín á Norðurlöndunum og í Þýskalandi um greiningu á áhrifum loftslagsbreytinganna og afleiðingunum af þeim aðgerðum sem nauðsynlegt er að grípa til eigi markmið stjórnvalda að nást á vinnumarkað og efnahag. Tillögur sem verða til úr þessu samstarfi verða kynntar síðar í haust.
BSRB krefst aðkomu að vinnu við aðgerðaáætlun
Í umsögn BSRB er kallað eftir aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að aðgerðaáætlun stjórnvalda. Í áætluninni segir að hún verði rýnd með tilliti til áhrif aðgerða á mismunandi tekjuhópa og þjóðhagsleg áhrif aðgerða. „Aðkoma verkalýðshreyfingarinnar er algjör forsenda þess að við getum tekist á við þær áskoranir og óvissu sem fylgja loftslagbreytingum og tryggt réttlát umskipti sem sameina loftslagsaðgerðir, sjálfbæra velsæld og góð störf. BSRB gerir kröfu um þátttöku bandalagsins í vinnu við áætlun stjórnvalda um réttlát umskipti,“ segir í umsögn bandalagsins.