Hleð......

Ályktun BSRB um Kvennafrí

Ályktun stjórnar BSRB um Kvennafrí 24. október 2016

Stjórn BSRB hvetur félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins til að taka þátt í Kvennafrídegi næstkomandi mánudag, 24. október. Þann dag ganga konur út af vinnustöðum klukkan 14:38, en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum miðað við launamun á atvinnutekjum kynjanna í dag, og koma til samstöðufundar á Austurvelli klukkan 15:15. Yfirskrift kvennafrídagsins 2016 er Kjarajafnrétti Strax!

Félagsmenn á landsbyggðinni geta kynnt sér áform um samstöðufundi í sinni heimabyggð eða nágrenni. Auglýstir hafa verið fundir haldinn á Ráðhústorgi á Akureyri og Höfn í Hornafirði þar sem konur safnast saman við hús AFL.

Þá hvetur stjórn BSRB atvinnurekendur til að taka þátt í þessari mikilvægu baráttu og tryggja að starfsmenn sem vilja sýna stuðning sinn við jafnrétti kynjanna í verki þennan dag fái tækifæri til að gera það.

Reykjavík, 21. október 2016

Upp