Hleð......

Áríðandi tilkynning!

 Kæru SDS félagar

Það hefur efalítið ekki farið framhjá ykkur að nú er þolinmæðin að þverra, eftir tæplega 11 mánaða ströggl í árangurslitlum kjarasamningarviðræðum. Þið hafið væntanlega séð fréttir og upplýsingar um væntanlegar aðgerðir aðildarfélaga innan BSRB í fjölmiðlum, tölvupósti og á okkar síðum  https://sds.is/ og https://www.facebook.com/dalaogsnae/ 

Það er sorgleg staðreynd að samningar virðast ekki ætla að nást, nema með íþyngjandi aðgerðum. Trúnaðarmenn SDS funduðu 28.jan. og tóku stöðuna. Við fundarlok samþykkti fundur einróma að fara í aðgerðir ef ekki næðust samningar fljótlega. Til að svo geti orðið, verðum við að standa fyrir atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Við verðum með rafræna kosningu! 

Atkvæðagreiðslan er ekki tekin gild öðruvísi en a.m.k. 50% félagsmanna SDS að taka þátt í henni. Hvort heldur sem verkfallsboðunin verði samþykkt eða ekki!

Svo að nú er komið að  ykkur, kæru félagar. Mig langar að fara fram á það við ykkur að þið sendið á mig nafn OG netfang og látið þessi skilaboð fara sem allra, allra víðast meðal okkar félagsmanna. Ykkur er velkomið að dreifa og deila áfram út á meðal okkar félagsmanna, til að fá sem flesta tengilið. Hafið samband í netfangið; dalaogsnae@gmail.com  og ég set ykkur á kjörskráarlistann. Svo má líka hringja á skrifstofuna 436 1077. SDS á yfir að ráða netfangalista margra félagsmanna, en það er nauðsynlegt  að uppfæra hann þegar mikið liggur við eins og nú.

Viðurkennt fyrirtæki, kemur til með að hafa umsjón með kosningunni. Persónuverndarlögin verða í hávegum höfð. Fyrirtækið sendir á félagmenn tölvupóst sem verður með slóð inná kosningarumhverfi hvers og eins.

Ég get ekki árétta það nógu oft, hversu mikilvægt það er að þið sendið  þessar upplýsingar til okkar!

  Kjarasamningar strax! 

Upp