Hleð......

Ásökunum hagsmunaaðila um rangtúlkun hafnað

 

 

Könnunin var unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, en BSRB greiddi fyrir könnunina. Eins og Rúnar benti á í fyrirlestri á opnum fundi þar sem niðurstöðurnar voru kynntar er áhugi almennings á einkarekstri í heilbrigðiskerfinu afar lítill, meira að segja þegar kemur að þjónustu eins og læknastofum sem nú eru alfarið reknar af einkaaðilum.

Það eru hreinir og klárir almannahagsmunir að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu verði ekki aukin enn frekar frá því sem nú er enda tryggir félagslegt kerfi best jafnt aðgengi að þjónustu og bætta lýðheilsu með sem minnstum tilkostnaði. Þegar heilbrigðisþjónustan er einkavædd takmarkast um leið möguleikar stjórnvalda til að skipuleggja hana. Því stærri sem hlutur einkarekinna stofa er í heilbrigðiskerfinu og því meira sem einstaklingar greiða úr eigin vasa, því erfiðara er fyrir stjórnvöld að framfylgja stefnumótun sinni, forgangsraða og skipuleggja heilbrigðisþjónustuna.

BSRB mun áfram standa vörð um hagsmuni landsmanna og standa gegn aukinni einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það er gott til þess að vita að þorri landsmanna standi að baki bandalaginu í þeirri baráttu.

Nánar er fjallað um niðurstöður könnunarinnar hér.

Upp