Aukin ánægja og óbreytt afköst með styttri vinnuviku
Minni yfirvinna og óbreytt eða meiri afköst
Almennt jókst starfsánægja á þeim vinnustöðum sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefninu sem að sögn starfsmannanna leiddi af sér betri þjónustu fyrir borgarbúa. Þá sýnir úttekt borgarinnar úr vinnutímakerfi að yfirvinna hefur dregist saman hjá borginni á meðan tilraunaverkefnið hefur staðið yfir.
Borgin mældi einnig afköst starfsmanna sem tóku þátt í tilraunaverkefninu. Í þjónustuveri borgarinnar var svarhlutfallið svipað en hjá bókhaldsdeild borgarinnar jukust afköstin eftir að tilraunaverkefnið hófst. Afköstin stóðu í stað hjá upplýsingatæknideild hjá Barnavernd.
Lokaskýrsla um tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB er aðgengileg hér.
BSRB hefur beitt sér fyrir styttingu vinnuvikunnar lengi. Lesa má nánar um það mikilvæga verkefni hér.