Hleð......

Aukin lífsgæði og betri líðan með styttri vinnuviku

Mikil áhrif hjá vaktavinnufólki

Áhrifin af styttingu vinnuvikunnar voru sérstaklega mikil hjá vaktavinnufólki, sem upplifði fleiri samvinnustundir með fjölskyldu eftir að vinnuvika þeirra styttist.

Upplifun stjórnenda af eigin styttingu var sú að sumir þeirra töldu sig eiga erfiðara með að stytta vinnutímann samanborið við almenna starfsmenn eftir að tilraunaverkefnið hafði verið í gangi í sex mánuði. Eftir tólf mánuði var orðið algengara að þeir styttu vinnutímann.

Nánar er fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar á vef Félagsmálaráðuneytisins. Þeir sem vilja kynna sér málið betur geta lesið nánar um niðurstöðurnar í skýrslunni Tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu.

Stytting vinnuvikunnar stóra málið í kjarasamningsviðræðum

BSRB hefur lagt áherslu á styttingu vinnuvikunnar í viðræðum um nýjan kjarasamning við ríki og sveitarfélög sem nú eru í gangi. Bandalagið krefst 35 stunda vinnuviku og meiri styttingar fyrir vaktavinnufólk í viðræðunum.

Hægt er að kynna sér allt um styttingu vinnuvikunnar og tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og ríkisins hér.

Upp