Hleð......

BSRB vill aðgerðir til að leiðrétta laun kvennastétta

 

 

Í umsögn BSRB um skýrsludrögin kemur fram að um tveir þriðju hlutar félagsmanna aðildarfélaga BSRB séu konur og að fjölmargar þeirra starfi innan starfsstétta þar sem konur séu í meirihluta, svonefndum kvennastéttum. Þar má til dæmis nefna sjúkraliða, félagsliða, skólaliða, leikskólaliða, leiðbeinendur á leikskólum, fólk sem starfar við aðstoðar- og ritarastörf á stofnunum og læknastofum, matráða og starfsfólk í matseld og umönnun á hjúkrunarheimilum.

„BSRB fagnar útgáfu skýrslunnar og tillögum til aðgerða enda hefur bandalagið til margra ára lagt áherslu á að gripið verði til aðgerða til að útrýma skökku verðmætamati kvennastarfa. Ástæða þess að mikilvægt er að horfa sérstaklega til kvennastétta leiðir af því að kynskiptur vinnumarkaður er meginástæða kynbundins launamunar, konum í óhag. Með því að setja kastljósið á aðgerðir þar til að leiðrétta vanmat á störfum kvennastétta má taka stærsta mögulega skrefið í áttina að endanlegu launajafnrétti kynjanna,“ segir meðal annars í umsögn BSRB, sem send hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda.

Hægt er að lesa umsögn BSRB í heild sinni hér.

Upp