Hleð......

Baráttudagur kvenna 2018

Ólafsvík

Baráttufundur verður haldinn í Ólafsvík.

Í tilefni af Kvennafrídeginum 24. október ætlum við að hittast á Skerinu þennan dag klukkan 15:00. Þar getum við keypt okkur kaffi og með því, spjallað saman og hlustað á pistil frá Ester Gunnarsdóttur. Vonandi koma sem flestar.

Til að fá nánari upplýsingar og til að aðstoða við undirbúning, hafið samband við Sóleyju Jónsdóttur, soley(@)gsnb.is

Grundarfjörður

Samstöðufundur í samkomuhúsinu, Grundarfirði 24.október 2018 kl.15:30

Við ætlum að hittast við víkingasvæðið kl.15:15 og ganga fylktu liði í samkomuhúsið þar sem sterkar og dugmiklar konur úr héraði verða með ávörp.

Kvenfélagið Gleymérei verður með vöfflusölu og kaffi í samkomuhúsinu. Látum þetta berast, allar konur og velunnarar

Stykkishólmur

Konur í Stykkishólmi ætla að standa fyrir samstöðufundi í bakaríinu Nesbrauð 24.okt. Kl.15-16:00 Allar konur hvattar til að mæta og sína samhug!

Upp