Hleð......

Dánarfregn

Okkar góða samstarfskona til fjölda ára, Guðmunda Wíum er látin eftir stutt veikindi.

Munda var ein af stofnendum SDS og var formaður þess í eitt ár. Kom svo aftur til starfa fyrir félagið, bæði í stjórn og öðrum nefndum á vegum þess sleitulaust s.l. 15 ár. 

Hún var allan tímann trú sínu félagi og veitti okkur hinum mikinn stuðning og innblástur, með sínu innsæi, einurð og gleði.

Munda var okkur ekki síður sönn vinkona og fyrir það erum við þakklát.

Minningin lifir  

F.h.stjórnar SDS

Helga Hafsteinsdóttir

Upp