Hleð......

Endurskoða þarf barnabótakerfið frá grunni

 

Barnabætur nokkurskonar fátæktarhjálp

Skýrsla um barnabæturSkýrsla Kolbeins var kynnt á fundi um barnabótakerfið sem BSRB stóð fyrir í morgun. „Þær upphæðir sem allra tekjulægstu fjölskyldurnar fá í barnabætur á Íslandi eru háar í norræna samhenginu en það er þó að nokkru leyti bundið við fjölskyldur með ung börn. Þegar börnin hafa náð sjö ára aldri kemur íslenska barnabótakerfið verr út í samanburði við hin Norðurlöndin,“ segir meðal annars í skýrslunni.

„Barnabætur á Íslandi eru fyrst og fremst nokkurs konar fátæktarhjálp fyrir mjög tekjulágar barnafjölskyldur en í ljósi þess hve lágt skerðingarmörk bótanna liggja má vera ljóst að nokkur fjöldi lágtekjufjölskyldna fær skertar barnabætur,“ segir þar ennfremur.

Í skýrslunni er gagnrýnt hversu ómarkvisst og flókið íslenska kerfið er og bent á að fyrirhuguð hækkun á skerðingarmörkum skili litlum hækkunum á barnabótum fyrir foreldra og geri lítið sem ekkert fyrir tekjulægstu fjölskyldurnar. Hækkun skerðingarmarka geri þar að auki minna fyrir einstæða foreldra, sem búi við mjög auknar líkur á fáttækt og fjárhagsþrengingum.

Sláandi samanburður

Samanburður á barnabótakerfum Norðurlandanna er sláandi. Barnabætur á Íslandi og í Danmörku skerðast eftir tekjum foreldra, en skerðingarmörkin eru mjög ólík. Þannig skerðast barnabætur á Íslandi nærri lágmarkslaunum en í Danmörku ekki fyrr en eftir að meðallaunum er náð. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru barnabætur ekki tekjutengdar og fá því allir foreldrar sömu barnabætur óháð tekjum.

Þetta þýðir að fjölskyldur á Íslandi með tvær fyrirvinnur sem eru með meðaltekjur með tvö börn sex ára eða yngri fá litlar sem engar barnabætur. Sambærilegar fjölskyldur á hinum Norðurlöndunum fá frá 27.300 upp í 43.700 krónur á mánuði. (Sjá mynd 1 hér að neðan.)

Mynd 1 - Hjón eða par í sambúð með meðallaun með tvö börn sex ára eða yngri.

Mynd 1 - Hjón eða par í sambúð með meðallaun með tvö börn sex ára eða yngri

 

Íslenska kerfið kemur betur út fyrir launalægstu fjölskyldurnar, en aðeins á meðan börnin eru sex ára eða yngri. Fjölskyldur á Íslandi með tvær fyrirvinnur og helminginn af meðallaunum með tvö börn sex ára eða yngri fá um 46.200 krónur á mánuði. Fjölskyldur í sömu stöðu á hinum Norðurlöndunum fá á bilinu 27.300 til 46.200 krónur á mánuði. Ef börnin eru eldri en sex ára fá íslensku foreldrarnir aðeins um 24.000 krónur á mánuði en foreldrar á hinum Norðurlöndunum 27.300 til 43.700 krónur á mánuði. (Sjá mynd 2 hér að neðan.)

Mynd 2 - Hjón eða par í sambúð með 50 prósent af meðallaunum og tvö börn

Mynd 2 - Hjón eða par í sambúð með 50 prósent af meðallaunum og tvö börn

 

Hægt er að sækja skýrsluna Barnabætur á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin hér.

Hér má sjá glærur sem Kolbeinn Stefánsson notaði við kynningu á skýrslunni á fundinum í morgun.

Upp