Hleð......

Engar fréttir eru góðar fréttir, eða?

 

Nei, það á nú ekki við hvað varðar okkar samningastöðu gagnvart ríki og bæ. Samningar hafa verið lausir síðan 1.apríl. Fyrst vorum við sett á bið á meðan almenni markaðurinn kláraði sína samningagerð og þegar okkar samninganefndir var hleypt að borðum hefur það verið með hægum stíganda í besta falli.

Þar gerast hlutirnir hægt þessa dagana og nú fara sumarfríin líka að hafa veruleg áhrif  á gang mála. Við sjáum ekki fram á það að ná samningum fyrir þann tíma og þá erum við að tala um að samningavinnan dragist fram á haustdaga. Samninganefnd sveitarfélaga (SNS) vill halda að sér höndum á meðan viðræðunefndir við ríkið innan BSRB hafa ekki náð samkomulagi. Þar strandar á ýmsum réttindamálum og launaliðurinn verði ennþá lítið ræddur. Vissulega eru viðræður í gangi og ýmis textavinna og önnur réttindamál rædd, en sem sagt, þá hef ég litlar fréttir að færa ykkur að svo stöddu máli.

                                                                                          Með kærri kveðju, Helga 

                                                                                                                        

Upp