Hleð......

Fjárhagslegir hvatar tengdir atvinnuleysi ofmetnir

 

Refsingar virka letjandi

Þessar kenningar, sem hafa verið rannsakaðar á ýmsan hátt, benda til þess að fjárhagslegir hvatar séu oft ofmetnir, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Þannig hafa nýlegar rannsóknir einnig leitt í ljós að refsingar, svo sem að skerða bætur strax og fólk fær einhverjar tilfallandi tekjur, geti virkað letjandi á fólk. Það virðist einnig skipta máli að sýna fólki traust, og veita því tækifæri og svigrúm til þess að byggja upp líf sitt að nýju ef það lendir í áfalli eins og atvinnumissi. Fjárhagsáhyggjur hafa einnig mikil áhrif á andlega getu fólks og ef fólk á von á því að lenda í fátækt fljótlega eftir atvinnumissi er líklegt að lítið rými sé fyrir nýjar hugmyndir, svo sem að leita endurmenntunar eða skipta um starfsvettvang á annan hátt.

Þessum kenningum hefur verið beitt að einhverju leyti í stefnumótun á Íslandi. Eftir hrun var átak gert í því að opna menntakerfið fyrir atvinnuleitendum, og nú er unnið að svipuðu fyrirkomulagi. Það byggir á því að virkni sé góð, fyrir einstaklinga og samfélagið, og fólki farnist betur ef það hefur eitthvað fyrir stafni í stað þess að vera í atvinnuleysi í lengri tíma. Þó virðist skorta upp á að hugað sé að fjárhagslegu öryggi atvinnuleitenda á meðan þeir ganga í gegnum tímabil breytinga og enduruppbyggingar, í þeim efnum virðast áratugagamlar hagfræðikenningar enn ráða ríkjum. Það er mikilvægt að byggja stefnumótun alltaf á bestu mögulegri þekkingu, og enn mikilvægra nú þegar samfélagið glímir við afleiðingar heimsfaraldurs.

Upp