Hleð......

Fjölbreyttar tillögur að aðgerðum í menntamálum

 

 

Fjallað er um upplýsingagjöf í tillögum BSRB og lagt til að menntamálayfirvöld komi á fót miðlægum upplýsingavef fyrir allt nám á Íslandi. Í dag eru upplýsingar um ýmiskonar nám á mörgum stöðum og því gott tækifæri til að samræma upplýsingar og koma þeim fyrir á einum stað, líkt og gert hefur verið í Danmörku og Noregi.

Í tillögum BSRB er kallað eftir því að hindranir milli skólastiga verði ekki til þess að einstaklingar sem hafa átt í erfiðleikum með að fóta sig í kerfinu lendi í vandræðum. Þá er lögð áhersla á að raunfærnimatið, sem hefur gefist afar vel, verði víkkað út þannig að atvinnuleitendur geti farið í gegnum ferlið sér að kostnaðarlausu.

Í áherslum BSRB er einnig fjallað um jafnrétti til náms, hvort sem er út frá kyni, aldri, þjóðerni eða öðrum þáttum. Gæta verði sérstaklega að viðkvæmum hópum og greina sérstaklega hættu á atvinnumissi og langtímaatvinnuleysi.

Lesa má tillögur BSRB í menntamálum í heild sinni hér.

Upp