Hleð......

Framhalds-aðalfundur Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu (SDS) 2021

 

 verður haldinn 21.október kl.17:15 -18:30

 Í Samfélagsmiðstöð Grundarfjarðar (áður Kaffi Emil)

(Stað-og stafrænn fundur)

Samþykkt frá fyrri aðalfundi 2.september:

  • Samþykkt var umboð stjórnar SDS til undirritunar á samkomulagi um sameiningu og þá um leið, samþykki á áframhaldandi sameiningarviðræðum við Kjöl ásamt því að standa fyrir umræðu- og kynningarfundum út í félaginu. Að því loknu verður kosning um sameiningu félagana á framhalds-aðalfundi SDS í 21.október 2021

                                   

Dagskrá framhalds- aðalfundar er sem hér segir:

  1. Stjórn SDS leggur fram eftirfarandi tillögu til samþykktar

Í framhaldi af sameiningarviðræðum, samþykktu samkomulagi um sameiningu  frá fyrri aðalfundi, upplýsingar-, umræðu- og kynningarfundum á félagssvæðinu, ber stjórn SDS fram tillögu til samþykktar um sameiningu við Kjöl stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, samkvæmt samkomulagi frá 3.september um sameiningu félaganna. 

 

  1. Umræða og fyrirspurnir
  2. Rafræn kosning

 

Spurt verður;

 Ertu samþykk(ur) sameiningu Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu (SDS) og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu?

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt og greiða atkvæði eftir sinni sannfæringu.  

 Fundurinn verður hvort heldur, staðfundur fyrir þá sem hafa tök á að mæta og með rafrænu formi (Zoom).  Skráning er í báðum tilvikum nauðsynleg til að geta fylgst með fundi og greitt atkvæði.  Senda þarf tölvupóst á dalaogsnae@gmail.com , tilgreina fullt nafn, kennitölu og netfang.   

 Þátttakendur fá sendan í tölvupósti, hlekk inná fundinn samdægurs. Þegar á fundinn er komið fáið þið nákvæmar leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna sem verður mjög aðgengileg og ekkert til að halda ykkur frá þátttöku. Skráningu lýkur deginum áður, 20.október.

F.h.stjórnar SDS

Helga Hafsteins

Upp