Fréttaskot inní helgina
Heilir og sælir SDS félagar!
Ég vona svo sannanlega að það eigi við ykkur flest á þessum viðsjárverðu tímum.
Mig langar að færa ykkur nokkrar fréttir af okkar starfi þessa dagana sem eru eftirfarandi.
- Skrifstofan er með óbreyttan opnunar tíma. Ekki hika við að hafa samband með hvað eina fyrirspurnir sem upp geta komið í óvenjulegu ástandi og annað. Margar fyrirspurnir hafa borist út frá COVID 19. Aðallega hafa það verið út frá breytingum á starfsumhverfi og réttindi vegna sóttkví þeirra sjálfra og annarra náinnar aðstandanda osfr.
- Að því tilefni vil ég benda á heimasíðu BSRB sem hefur að geyma mörg svör; https://www.bsrb.is/is/moya/page/spurt-og-svarad-um-rettindi-vegna-covid-19-faraldursins
- Stjórn SDS hefur samþykkt að fresta aðalfundi félagsins fram á haustið.
- Stjórnin hefur líka samþykkt í samstarfi við önnur stéttarfélög á okkar svæði að standa ekki fyrir baráttufundum á 1.maí í ár. Verkalýðsfélög á landsvísu eru að undirbúa sameiginlega dagskrá á RUV að kveldi 1.maí. Ekki missa af því!
- Orlofsnefnd SDS og í samstarfi við Samflot ákvað að loka fyrir alla leigu á orlofshúsunum okkar út apríl mánuð m.a. út frá tilmælum þríeykisins. Borið hafi á því að bústaðirnir höfðu verið notaðir undir sóttkví og einangrun. Það gat verið varasamt bæði vegna læknisaðstoðar og sjúkraflutninga. Einnig sáum við ástæðu fyrir lokuninni til að koma til móts við okkar starfsmenn sem hafa umsjón með bústöðunum okkar.
- Og í beinu framhaldi af því og örlítið skemmtilegri frétt, þá vil ég minna á okkar orlofsvef og það sem stendur ykkur til boða á þessu sumarorlofstímabili. Sjá orlofsblað 2020 https: https://sds.is/orlofsmal/orlofsbladid/skra/41/
- Ferðumst innanlands í ár, förum varlega og styðjum hvort annað til betri tíma.
F.h. stjórnar SDS
Helga