Hleð......

Fréttir af sameiningarviðræðum

 

Stjórnar SDS gengur til sameiningarviðræðna á þeim forsendum að með sameiningu þessara stéttarfélaga munum félagsstarfið eflast og styrkjast. Áunnin réttindi og kjör flytjast óskert áfram með félagsmanninum. Þjónustan á okkar félagssvæði verður tryggð áfram og með það að markmikið að efla hana enn frekar. Skrifstofan verður áfram á okkar félagssvæði.

Á síðasta aðalfundi sem haldinn var 2.sept.s.l., var samþykkt umboð stjórnar til áframhaldandi viðræðna og undirritunar á samkomulagi um sameiningu félagana. Fundi var síðan frestað til 21.október á þeim fundir er eingöngu eitt mál á dagskrá og það er kosningin um sameiningu. Í millitíðinni verður tíminn nýttur til kynningar og annars undirbúnings.

Við munum að sjálfsögðu auglýsa vel seinni-aðalfundinn sem verður eins og áður hefur komið fram 21.okt.kl.17.15,. Hann verður bæði stað- og fjarfundur. Kosningin verður rafræn.

Stjórn SDS vil koma því jafnfram áleiðis að ef þess er óskað, þá erum við tilbúin að standa fyrir fleiri fundum, hvort sem það eru fámennir vinnustaðafundir eða almennir félagsfundir og svo er alltaf velkomið að hringja og eða senda tölvupóst á okkur.

F.h. stjórnar SDS

Helga

 

 

 

 

Upp