Hleð......

Helmingur launafólks gat unnið í fjarvinnu

 

 

Meirihlutinn ánægður með fjarvinnu

Almennt var fremur lágt hlutfall þeirra sem á annað borð unnu fjarvinnu ósátt við það fyrirkomulag. Um 13 prósent sögðu að þeim hafi líkað fjarvinnan frekar eða mjög illa en nærri 58 prósent sögðu að sér hafi líkað það fremur eða mjög vel að vinna fjarvinnu. Almennt voru foreldrar með börn á heimilinu sáttari við að vinna fjarvinnu en barnlaus pör, en fólk sem býr eitt var almennt ósáttast við að vinna í fjarvinnu.

 

Líkaði þér fjarvinnan vel eða illa?

 

Rannsóknin var unnin af rannsóknarfyrirtækinu Maskínu fyrir BSRB dagana 24. apríl til 4. maí. Markmiðið með rannsókninni var að meta áhrif COVID-19 heimsfaraldursins á líf og störf íslensks launafólks. Þátttakendur voru 1.050 talsins, 18 ára og eldri, allsstaðar að af landinu. Hópurinn sem tók þátt endurspeglar þjóðina út frá kyni, aldri og búsetu.

Hér má finna fleiri fréttir um niðurstöður rannsóknarinnar:

Upp