Hleð......

Hlaupa ekki hraðar heldur nýta vinnutímann betur

 

Björg segir að með breytingunum verði neysluhlé starfsfólks á forræði stofnunarinnar og það eigi því ekki lengur 30 til 35 mínútna hádegishlé sem það geti ráðstafað að vild. Hún tekur þó skýrt fram að áfram geti starfsfólk matast á vinnutíma, tekið stuttar pásur og fengið sér kaffibolla eða aðra hressingu þó ekki sé um formlegan kaffitíma að ræða. Þessi neysluhlé verði skipulögð nánar í samræmi við þarfir starfsfólks og eðli starfseminnar á hverri starfsstöð Skógræktarinnar.

Samhliða styttinguni mun hver starfsstöð móta skýra viðverustefnu sem ætlað er að tryggja þjónustustig, auðvelda yfirsýn starfsfólks og utanumhald sviðsstjóra, segir Björg. Þá séu starfsmenn beðnir um að nota styttinguna á föstudögum fyrir skrepp eins og mögulega er hægt.

 

Umbótaaðgerðir bæta þjónustu

„Þessar breytingar falla mjög vel að okkar starfsmannastefnu, við höfum alltaf reynt að hlúa vel að okkar starfsfólki,“ segir Björg. Skógræktin mun einnig ráðast í ýmsar umbótaaðgerðir til að nýta vinnutímann sem best. Þar má nefna endurskoðun verkferla út frá hugmyndafræði straumlínustjórnunar og skipulags vinnutíma, auknar stafrænar lausnir og kortlagningu hæfni og þekkingar innan stofnunarinnar. Einnig verður skoðað að fara í innleiðingu á gæðastjórnunarkerfi. „Þetta vonandi þýðir að þjónusta Skógræktarinnar verður jafnvel betri en fyrir styttingu vinnuvikunnar,“ segir Björg.

Hægt er að kynna sér allt um styttinguna á vefnum styttri.is og á betrivinnutimi.is.

Upp