Hleð......

Jöfn skipting fæðingarorlofs mikilvægt jafnréttismál

 

 

Hámarksgreiðslur fylgi launaþróun

Bandalagið varar við því að stytta það tímabil sem foreldrar hafa til töku fæðingarorlofs úr 24 mánuðum í 18. Ekki er hægt að tryggja að börn komist inn á leikskóla við 18 mánaða aldur í öllum sveitarfélögum og varhugavert að stytta tímabilið áður en bilið milli 12 mánaða fæðingarorlofs og leikskóla verður brúað.

Engar breytingar verða gerðar á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi samkvæmt frumvarpinu. BSRB gerir ekki athugasemd við hámarksgreiðslurnar eins og þær eru í dag en telur eðlilegt að þær fylgi almennri launaþróun í landinu. Þá ítrekar bandalagið í umsögn sinni þá kröfu að greiðslur sem samsvara lágmarkslaunum verði óskertar, en nú miðast allar greiðslur við 80 prósent af fyrri launum.

Upp