Hleð......

KJARASAMNINGA STRAX!

 

 

Starfsmannafélag Dala-og Snæfellsnessýslu

Ákveðið hefur verið að leita eftir samþykki félagsmanna fyrir boðun vinnustöðvana.

Greitt er atkvæði um vinnustöðvun allra félagsmanna innan Starfsmannafélags Dala-og Snæfellsnessýslu hjá Dalabyggð, Stykkishólmsbæ, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsbæ og hjúkrh.Fellaskjóli á tilgreindum dögum og ótímabundið frá miðvikudeginum 15. apríl 2020

Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna sem starfa hjá Dalabyggð, Stykkishólmsbæ, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsbæ og Fellaskjóls.

Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 9. mars 2020 til klukkan 00:00 miðvikudaginn 11. mars 2020

(tveir sólarhringar)

Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 17. mars 2020 til klukkan 00:00 fimmtudaginn 19. mars 2020

(tveir sólarhringar)

Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 24. mars 2020 til klukkan 00:00 miðvikudaginn 25. mars 2020

(einn sólarhringur)

Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 26. mars 2020 til klukkan 00:00 föstudaginn 27. mars 2020

(einn sólarhringur)

Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 31. mars 2020 til klukkan 00:00 fimmtudaginn 2. apríl 2020

(tveir sólarhringar)

Ótímabundið frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 15. apríl 2020

Upp