Kjaradeilan enn á hraða snigilsins
Kæru SDS félagar
Því miður verð ég að endurtaka samskonar "enga" frétt af okkar kjarasamningarviðræðum við ríki og bæ.
Deilunni var vísað fyrir nokkrum vikum til ríkissáttasemjara og þar við situr. Vissulega er fundað, rætt og ritað og það nokkuð stíft, en það hefur lítið haft upp á sig.
Það er orðið nokkuð ljóst að við náum engum samningum fyrir áramótin, þó svo að samningar hafi losnað í vor s.l.
Við verðum að trúa því að með hækkandi sól berist ljósglæta að viðræðuborðum, án allra átaka út í félögin.
F.h.stjórnar SDS