Hleð......

Námskeið í þjónandi leiðsögn

 

 Hvað er þjónandi leiðsögn?

Þjónandi leiðsögn byggir á grunnhugmyndum um gagnkvæm tengsl (interdependence); að við séum öll háð hvert öðru á einn eða annan hátt. Þjónandi leiðsögn gerir kröfur um að umönnunaraðili horfi

inn á við, nýti það góða sem býr innra með hverjum manni og gefi af sér hlýju og skilyrðislausa umhyggju í garð annarra.

 

Kynnt verður hugmyndafræðin Þjónandi leiðsögn (Gentle teaching). Farði verður yfir uppruna hennar og tilgang, hvernig hún barst til Íslands og hvar og hvernig er verið að vinna eftir henni í dag. 

Farið verður yfir grunnstoðir og verkfæri þjónandi leiðsagnar. 

Kennslan fer fram í fyrirlestrarformi og umræðum.

 

Kennari er Arne Friðrik Karlsson. Hann er menntaður þroskaþjálfi og hefur unnið að

 m.a. að málefnum fatlaðs fólks frá árinu 1991. 

Arne Friðrik hefur lokið þjálfun hjá alþjóðasamtökum Gentle teaching og hefur haldið fjölmargar kynningar á hugmyndafræðinni auk þess að hafa þjálfað mentora í hugmyndafræðinni.

Að auki hefur Arne Friðrik sótt fjölda námskeiða, bæði hérlendis og erlendis, um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu almennt.

 

Það er von okkar að þið nýtið ykkur þetta einstaka tækifæri og fjölmennið á þetta námskeið.

 

Stjórn starfsmenntunarsjóðs SDS

Upp