Hleð......

Námskeið í þjónandi leiðsögn

Starfsmenntunarsjóður SDS í góðu samstarfi við Brynju Mjöll verkefnastjóra Símenntunnar Vesturlands, stóðu fyrir námskeiði fyrir félagsmenn og aðra samstarfsmenn sem vinna við umönnunar þjónustu. Aðallega voru þetta starfsmenn á hjúkrunarheimilum, heimaþjónustu og annarri liðveislu.  Námskeiðin voru tvö til að koma til móts við vinnustaði og starfsfólk þess. Þátttakan var framar öllum vonum og mættu alls 45 manns sem komu af öllu félagssvæði SDS.

Leiðbeinandi var Arne Friðrik Karlsson, sem starfar sem leiðandi forstöðumaður á aðalskrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Námskeiðið var byggt á hugmyndafræðinni Þjónandi leiðsögn (Gentle teaching) A.Friðrik fór alveg að kostum og var mikil ánægja með aðferðarfræðina og framsögu hans á efninu.

F.h. Starfsmenntunarsjóðs vil ég nota tækifærið og þakka ykkur öllum viðkomandi fyrir frábæra daga.

Upp