Hleð......

Ný heimasíða SDS

Við erum búin að opna nýja og snjallvæna heimsíðu!

Það var kominn tími til, segja sumir og svo sannarlega er það rétt.

Nú getur þú farið inná síðuna okkar í hvað nettengdu tæki sem er og fylgst með nýjustu fréttum af félaginu og leitað þér helstu upplýsinga um þín réttindamál. Svo getur þú farið inná orlofsvef Samflots og panta bústað, gistimiða og margt fleira sem í boði er þar.

Kynntu þér m.a. réttindin þín til styrkja í; Styrktarsjóð BSRB; https://styrktarsjodur.bsrb.is/forsida , Starfsmenntunarsjóð SDS; https://sds.is/starfsmenntunarsjodur/uthlutunarreglur/   , Fræðslusetrið Starfsmennt; https://www.smennt.is/ , Orlofsvef Samflots; https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Audkenning/IslandIs   , o.s.fr., o.s.fr.

Væntum þess að með nýrri nútímavæddri heimasíðu munum við vera í enn betra sambandi við ykkur sem mun skila sér margfalt út í okkar réttinda og kjarabaráttu.

Þá viljum við ekki síður heyra frá ykkur símleiðis og/eða sjá ykkur, hérna á skrifstofunni. Fyrir ykkur sem þurfið að fara langa leið, þá er vissari að hringja á undan ykkur.

Ánægjulegt að fara inní nýtt ár með nýrri heimasíðu og við hlökkum til nýrra verkefna ;-)

 

Með bestu kveðju,

Stjórn SDS

Upp