Hleð......

Nýr vinnuréttarvefur BSRB formlega opnaður

 

Vefurinn er hluti af vef BSRB og má nálgast hann með því að smella á „Vinnuréttur“ í stikunni efst á vefnum. Vinnuréttarvefnum er skipt í þrennt. Fjallað er um allt sem við kemur upphafi starfs, til dæmis auglýsingu starfa og ráðningu í þau, ráðningarsamninga og fleira. Stærstur hluti vefsins fer í umfjöllun um málefni tengt starfsævinni, svo sem aðbúnað, fæðingarorlof, réttindi vaktavinnufólks, veikindarétt, orlof og fleira. Þá er að lokum fjallað um allt sem tengist starfslokum, til að mynda uppsagnir, uppsagnarfrest, niðurlagningu starfs og fleira.

Með nýjum vinnuréttarvef verður almennum félagsmönnum gert auðveldara fyrir að átta sig á eigin réttindum. Þá mun hann einnig nýtast starfsmönnum aðildarfélaga bandalagsins vel sem uppflettirit um réttindi þeirra félagsmanna. Vefurinn verður í þróun áfram og verður nýju efni bætt við og eldra uppfært eftir því sem þörf krefur.

Skoðaðu nýjan vinnuréttarvef BSRB hér.

Upp