Hleð......

Opinberir starfsmenn í lykilhlutverki eftir faraldurinn

 

 

Kynjasjónarmið verða að vera í forgrunni þegar unnið verður úr afleiðingum heimsfaraldursins í almannaþjónustunni. Í yfirlýsingunni er kallað eftir því að umönnunarstörf verði endurskipulögð og endurhugsuð, barist verði gegn einkavæðingu og hagnaðardrifnum rekstrarformum í almannaþjónustu.

PSI mun einnig berjast fyrir auknu gagnsæi í skattamálum svo þær gríðarháu fjárhæðir sem fyrirtæki fela í skattaskjólum verði skattlagðar með sanngjörnum hætti og nýtist til að endurbyggja almannaþjónustuna. Í yfirlýsingunni er ákvörðun G7-ríkjanna um að lágmarsskattur á fyrirtæki verði 15 prósent gagnrýnd og kallað eftir því að hlutfallið verði hækkað í að minnsta kosti 25 prósent.

Hægt er að lesa yfirlýsingu PSI á alþjóðlegum degi opinberra starfsmanna 23. júní 2021 hér.

Upp