Hleð......

Orðalag samkomulagsins er skýrt

Auðvelt er að skera úr um hvort frumvarp um breytingar á lífeyrissjóði opinberra starfsmanna endurspeglar rétt það samkomulag sem gert var við ríki og sveitarfélög, skrifar Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í aðsendri grein sem Fréttablaðið birti í dag.

Þar bendir hún á að heildarsamtök opinberra starfsmanna eru fráleitt að koma fram með nýjar samningskröfur, eins og haft var eftir fjármálaráðherra í Morgunblaðinu. Þvert á móti er aðeins verið að fara fram á að áunnin réttindi allra sjóðfélaga séu varin, en það er einmitt eitt af helstu markmiðunum með samkomulaginu.

Lesa má grein Elínar Bjargar á vef Vísis, en hún er endurbirt í heild sinni hér að neðan.

Upp