Hleð......

Orðsending frá Landlækni

 Vegna þessa birtum við eftirfarandi upplýsingar hér á vefsíðu félagsins og munum dreifa þeim þar með til okkar félagsmanna. Upplýsingarnar snúa helst að því hvernig draga megi úr hættu á smiti, hver einkennin eru og hvernig eigi að bregðast við komi upp smit. Á vef landlæknis er mikið til af efni um kórónaveiruna (COVID-19) https://www.landlaeknir.is/koronaveira/

Aðalatriðin eru:

  • Handþvottur er mikilvægari nú en áður. Sömuleiðis er mælt með að fólk hósti í handakrikann á sér og að spritti verði komið fyrir sem víðast. Fram kom á fundinum að andlitsgrímur veita falskt öryggi nema þær séu notaðar réttar og því ættu fyrirtæki og stofnanir ekki að birgja sig upp af grímum.
  • Veiran hagar sér í mörgu eins og inflúensa þar sem einkenni og smitleiðir eru svipaðar.
  • Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu - hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. Kórónaveiran getur einnig valdið alvarlegum veikindum á borð við öndunarfærasýkingar og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar.
  • Hjá flestum er veiran/inflúensan fljót að ganga yfir en samt sem áður getur viðkomandi smitað lengi eftir og þurfa þeir sem veikjast að vera í sóttkví.
  • Sóttvarnarlæknir ræður nú fólki frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Þá er hvatt til sérstakrar varúðar þegar ferðast er til annarra svæða á Ítalíu, Tenerife á Spáni, Japans, Singapúr og Hong Kong.
  • Í tengslum við nýjustu fréttir frá Tenerife hefur sóttvarnarlæknir og landlæknisembættið ekki ákveðið að vara við ferðum þangað og þeir einir sem dvöldu á tilteknu hóteli eiga að vera í tveggja vikna sóttkví við komuna til Íslands. Með sóttkví í slíkum tilfellum er átt við að vera heima og ekki í beinum samskiptum við fólk. Viðbragðsáætlanir hér á landi hafa ekki breyst.
  • Á fundinum var rætt um réttindi þeirra sem þurfa að vera í sóttkví og var það almenningur skilningur fundarmanna að um veikindaleyfi væri að ræða þegar læknisvottorð lægi til grundvallar.

Fróðlegt lesefni: Leiðbeiningar til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item38919/Lei%C3%B0beiningar-framl%C3%ADnustarfsmenn%2018022020.pdf

Vefsvæði landlæknisembættisins vegna kórónaveirunnar (COVID-19)
https://www.landlaeknir.is/koronaveira/

Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila
https://www.landlaeknir.is/koronaveira/upplysingar-fyrir-heilbrigdisstarfsfolk/

Upp