Hleð......

Orlofsblað 2018

Við viljum vekja athygli ykkar á því að orlofsblað Samflots 2018 er komið hérna á síðuna, undir Orlofsmál- Orlofsblað. Það er því orðið tímabært að skoða hvað er í boði og ákveða út frá því hvað skal gera í sumarfríinu sem er hjá okkur flestum handan við hornið. 

Opnað verður fyrir umsóknir á sumartímabilinu þann 6.apríl og úthlutað verður fyrir tímabilið frá 25.maí til 14.september, þann 13.apríl. Allir félagsmenn sem sóttu um fá sendan tölvupóst, hvort sem þeir fengu úthlutun eða ekki. Félagsmenn sem fá úthlutað hafa greiðslufrest til 18.apríl til að tryggja sér úthlutunina. Að öðru leiti fer rétturinn aftur til umsóknar.    Vefurinn opnar síðan fyrir ,, Fyrstu kemur, fyrstur fær" þann 20.apríl. 

Með von um að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi, óskum við ykkur ánægjulegs sumarleyfis. 

Upp