Hleð......

Orlofsfréttir maí 2019

Ásendi 6 Húsafelli
Ásendi 6 Húsafelli

Af orlofsmálum

Sumarorlofstímabilið er nú þegar farið af stað og það má glöggt sjá inná orlofsvef Samflots, sem er okkar samstarfsvettvangur fjögurra stéttarfélaga innan Samflotsins, að félagsmenn eru komnir í sumargírinn. Flestar vikurnar eru farnar í leigu í okkar orlofsbústöðum um land allt og að ógeymdri íbúðinni á Spáni, þó eru ennþá einhverjar vikur lausar og um að gera að fara inná vefinn og skoða það https: https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Audkenning/IslandIs

Stéttarfélögin hafa verið að gera endurbætur og kaupa inn fyrir sumarið til þess að tryggja sem bestu aðkomu og aðstöðu í bústöðunum sem og íbúðum. Lengi býr að fyrstu gerð ;-) 

Margt annað er líka í boð sem ég ætla ekki að fara að telja upp hérna, en vil minna ykkur á styrk sem þið getið sótt um annað hvert ár sem við köllum  ,, Orlof að eigin vali“  Styrkurinn í ár er allt að 23.00 kr. Sækja þar um þann styrk fyrir 1.ágúst og viljum við benda ykkur á að þó svo að ferðin sé ekki fyrr en seinna á árinu, þá þarf að sækja um fyrir tilsettan tíma og senda síðan samþykktina og kvittunina á greiddum útgjöldum eftir á, hingað á skrifstofu SDS.

Allt þetta og margt annað má lesa um í orlofsblaðinu okkar; https://sds.is/orlofsmal/orlofsbladid/skra/35/

 

Með kærri kveðju og óskum um gleðilegt sumarorlof f.h.

Orlofsnefndar SDS, Helga

Upp