Hleð......

Rannsókn sýnir þörf fyrir styttingu vinnuvikunnar

 

 

Skýr krafa um styttingu vinnuvikunnar

Stytting vinnuvikunnar var skýr krafa þátttakenda. Þeir sem nefndu hvernig þeir hafi náð að minnka álagið í sínu daglega lífi nefndu oftast að annar aðilinn í sambandinu, í öllum tilvikum konan, hafi minnkað starfshlutfall sitt til að geta betur sinnt börnunum og heimili. Þær konur sem voru í hlutastarfi sögðust gjörnýta þann tíma sem þær fengu með því að minnka starfshlutfallið til að sinna heimilisstörfum.

Margir þátttakendur í rannsókninni töldu að styttri vinnuvika gæti verið mikil gæfa fyrir lífsgæði fjölskyldufólks. BSRB hefur barist fyrir styttingu vinnuvikunnar árum saman og er krafan um 35 stunda vinnuviku nú á oddinum í kjaraviðræðum bandalagsins við ríki og sveitarfélög.

Lestu meira um baráttu BSRB fyrir styttingu vinnuvikunnar.

Upp