Hleð......

Réttur til símenntunar og starfsþróunar félagsmanna

Félagar athugið! 

Mig langar að benda á þessi ákvæði í okkar kjarasamning frá 2015. Í grein 10.1.  er vissulega um heimild að ræða, en ekki skilyrðislaus réttur, en á samt að virða sem viðurkenndur valkostur sem yfirmönnum ber að vinna eftir og koma þannig til móts við starfsmenn sína eins og frekast er unnt. 
Æskilegast er að hver stofnun sé með símenntunaráætlun þar sem grunnurinn er lagður að símenntun starfsmanna. Er slíkt símenntunarákvæði  til á þínum vinnustað? Kynnið ykkur málið!

10.1       LAUNAÐ NÁMSLEYFI

10.3.1            Heimilt er að veita starfsmanni, sem starfað hefur skv. þessum samningi samfellt í 3 ár, launað leyfi í samtals tvo mánuði til þess að stunda viðurkennt nám sem veitir ákveðin starfsréttindi.

Sveitarfélög geta sett nánari reglur um veitingu launaðra námsleyfa sem samræmast símenntunaráætlunum þeirra.

Laun í námsleyfi miðist við föst laun, vaktaálag og meðaltal starfshlutfalls síðustu 3 ár samkvæmt ráðningarsamningi viðkomandi starfsmanns.

10.1.3            SÍMENNTUN 

Starfsmenn skulu eiga kost á að sækja reglubundna þjálfun, námskeið eða annars konar fræðslu til að viðhalda og auka við þekkingu sína og færni. Gert er ráð fyrir að allar stofnanir og/eða starfseiningar setji fram símenntunaráætlun fyrir starfsmenn sína árlega til að tryggja eðlilega starfsþróun og símenntun starfsmanna. Heimilt er forstöðumanni að meta símenntun sem sótt er með stuðningi vísindasjóðs og/eða endurmenntunarsjóðs sem hluta af þátttöku í símenntunaráætlun stofnunar/starfseiningar.

10.1.4            STARFSÞRÓUNARSAMTAL 

Starfsmaður á rétt á starfsþróunarsamtali einu sinni á ári. Starfsmaður getur óskað eftir starfsþróunarsamtali og skal það veitt svo fljótt sem auðið er.

 Í starfsþróunarsamtali er farið yfir starfslýsingu, frammistöðu, markmið og hugsanlegar breytingar á störfum. Þá skulu einnig ræddar þarfir og óskir starfsmanns til þjálfunar og símenntunar og hvernig starfstengt nám geti nýst viðkomandi starfsmanni og vinnustaðnum.Upp