Hleð......

Samkomulag um breytingu á kjarasamningum

Þann 1.mars 2018 undirrituðu aðilar Rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá 27.október 2015, samkomulag um útfærslu launaþróunartryggingar. Í samkomulaginu segir að hækkun til aðildarfélaga BSRB vegna launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013 til 2017 skuli nema 1,4% og gilda frá 1.janúar 2018. 

Samningsaðilar eru sammála um að nýta launaþróunartrygginguna til hækkunar launatöflu aðila skv.gr.1.1.1. um 1,4% frá 1.janúar 2018. 

Reykjavík 7.mars 2018

Undirritað af samninganefndum; Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga innan BSRB

 

  Eða á mannamáli!  Grunlaunahækkun umfram kjarasamningsbundnar hækkanir. Undirskrift þessa samkomulags hefur þ.a.l. bein áhrif á launatöflurnar í heild sinni á samningstímabili núgildandi kjarasamnings. Þessi prósentu hækkun, 1,4%  tekur gildi frá og með 1.janúar 2018. Inná kjarasamnings umhverfi þessa heimasíðu, eru komnar inn upplýsingar um nýútgefnar launatöflur. 

Upp