Hleð......

Skattatillögur ganga ekki nægilega langt

 

Ýmsar leiðir til að auka svigrúmið

Þar er það einnig harmað að ekki sé lagt til að dregið verði úr tekjutengingum í barnabótakerfinu og bent á leiðir til að auka svigrúmið til þess. „Bandalagið leggur áherslu á mikilvægi þess að barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur eigi að vera almennur stuðningur við fjölskyldur líkt og á öðrum Norðurlöndum en ekki eingöngu fyrir þá tekjulægstu líkt og reyndin hefur verið hér á landi undanfarin ár. Auknum kostnaði við bótakerfið má til að mynda mæta með því að hækka fjármagnstekjuskatt til samræmis við hin Norðurlöndin, með upptöku hátekjuskatts og með því að bregðast við vaxandi misskiptingu tekna og auðsöfnun á hendi fárra með stóreignaskatti,“ segir þar ennfremur.

Lestu ályktun formannaráðs BSRB um skattatillögur stjórnvalda í heild sinni.

Upp