Hleð......

Spurt og svarað um réttindi vegna COVID-19 faraldursins

 
 • Eiga starfsmenn rétt á launum í sóttkví?

  Já. Starfsmenn sem eru skikkaðir í sóttkví af heilbrigðisyfirvöldum eiga rétt á launum í sóttkví. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þar sem kveðið er á um greiðsluskyldu ríkissjóðs til atvinnurekanda vegna launa sem greidd eru fyrir starfsmenn í sóttkví. Frumvarpið er ekki orðið að lögum en til stendur að samþykkja það fljótt. Í millitíðinni eiga starfsmenn að njóta launa í sóttkví. 

 • Eiga starfsmenn rétt á launum ef barn þeirra er í sóttkví?

  Kjarasamningsákvæði um rétt til launa vegna veikinda barna geta átt við í þessum tilvikum, ef heilbrigðisyfirvöld senda barn í sóttkví. Réttur vegna þessa eru 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. BSRB gerði athugasemdir við frumvarp um laun til starfsmanna í sóttkví og óskaði eftir því að bætt yrði inn heimild til greiðslu launa til foreldra sem þurfa að vera heima með ungum börnum sínum í sóttkví. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort tekið verður tillit til athugasemda BSRB. 

 • Ef starfsmaður er með undirliggjandi sjúkdóm og þar af leiðandi í áhættuhóp, á hann rétt á launum í sóttkví?

  Ef starfsmaður fer í fyrirbyggjandi sóttkví vegna fyrirmæla læknis verður að telja að hann eigi rétt á launum í sóttkví. Ef starfsmaður kýs sjálfur að vera heima ætti hann ekki rétt á launum. Hér ræður læknisfræðilegt mat.

 • Ef starfsmaður er kvíðinn vegna ástandsins og kýs að vera heima, á hann þá rétt á launum?

  Andlegir sjúkdómar skapa rétt til greiðslna í veikindaforföllum. Ef læknisvottorð liggur fyrir sem staðfestir kvíða eða annan andlegan kvilla teljast það sem veikindi og eru greiðsluskyld forföll. 

 • Ef starfsmenn eru fastir erlendis vegna ferðatakmarkana, eiga þeir rétt á launum?

  Ef starfsmenn eru staddir erlendis og komast ekki heim vegna ferðatakmarkana og geta ekki sinnt vinnu sinni að utan er um að ræða lögmæt forföll frá vinnu. Það er því ekki vanefnd af hálfu starfsmanna að mæta ekki til vinnu í þessu tilviki og þau forföll eiga því ekki að hafa áhrif á ráðningarsamband starfsmanna og atvinnurekanda. Hins vegar eiga starfsmenn ekki rétt á greiðslu í þessum tilvikum, nema með samkomulagi við yfirmann eða ef þeir geta sinnt vinnu sinni að utan. 

 • Eiga starfsmenn rétt á launum vegna fjarveru frá vinnu vegna skerts skólastarfs?

  Sumir starfsmenn geta sinnt vinnu sinni heiman frá sér og eiga þeir þá rétt á launum þó þeir þurfi að vinna heima á meðan skólastarf er skert. Hins vegar eru ekki allir starfsmenn í þeirri stöðu. Þeir starfsmenn sem þurfa að vera frá vinnu vegna þessa eiga almennt ekki rétt á launum. BSRB hefur þó hvatt atvinnurekendur til þess að veita starfsfólki sveigjanleika þar sem um fordæmalausar ástæður er að ræða. Samfélagsleg ábyrgð okkar allra er mikil og mikilvægt að allir leggist á eitt til þess að virða fyrirmæli yfirvalda. BSRB hefur einnig bent Alþingi á vandamálið en ekki er ljóst hvort stjórnvöld munu bregðast við með einhverjum hætti. 

 • Eiga starfsmenn rétt á að vinna heima í samkomubanni?

   
Upp