Hleð......

Starfsmenn í hlutastörfum eiga rétt á kaffitímum

 

 

Ef starfsmaður vinnur 10 heila daga í mánuði og telst því vera í 50 prósent starfshlutfalli þá á hann samt sem áður rétt á 35 mínútum vegna kaffitíma fyrir hvern unninn vinnudag.

Ef starfsmaðurinn hins vegar vinnur hálfan dag alla virka daga, og telst sömuleiðis vera í 50 prósent starfshlutfalli, á starfsmaðurinn hins vegar rétt á 17,5 mínútum fyrir hvern unninn vinnudag.

Það skiptir því ekki máli þegar kemur að rétti til 35 mínútna kaffitíma hversu háu starfshlutfalli starfsmaðurinn er í heldur hvernig vinnutíma er háttað. Ef unnir eru heilir dagar þá er rétturinn til 35 mínútna kaffitíma óumdeildur en ef vinnuframlagi er sinnt með því að vinna hluta úr degi getur rétturinn lækkað sem nemur starfshlutfallinu.

Hér má sjá dæmi um útfærslu á rétti til kaffitíma:

  • Starfsmaður í 50 prósent starfshlutfalli sem vinnur 10 heila daga mánaðarlega: 35 mínútur hvern unninn dag.
  • Starfsmaður í 50 prósent starfshlutfalli sem vinnur 4 klukkustundir alla virka daga: 17,5 mínútur hvern unninn dag.
  • Starfsmaður í 25 prósent starfshlutfalli sem vinnur 5 heila daga mánaðarlega: 35 mínútur hvern unninn dag.
  • Starfsmaður í 25 prósent starfshlutfalli sem vinnur 2 klukkustundir alla virka daga: 8,75 mínútur hvern unninn dag.
Upp