Hleð......

Stuðningsfulltrúar. Takið eftir!

Námskeið fyrir stuðningsfulltrúa SDS 

Námskeiðslýsing;

Námskeiðið er fyrir stuðningsfulltrúa í leik- og grunnskólum um stuðning við nemendur með einhverfu. Markmið námskeiðsins er að gefa stuðningsaðilum í skólum innsýn í æskileg vinnubrögð til að efla heildstæða nálgun í kennslu nemenda með einhverfu og raskanir

Farið verður yfir helstu einkenni einhverfu og ólíkar hömlur sem nemendur geta búið við vegna hennar. Rætt verður um helstu leiðir sem nýttar eru til stuðnings nemendum í leik og kennslu. Rætt verður um kosti og galla ólíkra kerfa og gefin dæmi um hvernig stuðningsaðilar í skólum geta stutt við þá vinnu sem kennarar leggja upp með.

Áhersla verður lögð á samræður og sameiginlega lausnaleit. 

 Kennsla fer fram á skrifstofu SDS, Borgarbraut 1a, Grundarfirði

 6.mars frá klukkan 10:00 til 14:30

Leiðbeinandi: Ásta Björk Björnsdóttir Sérkennsluráðgjafi 

 

Vinsamlegast skráið ykkur sem allra fyrst og í síðasta lagi 21.febrúar.

Í netfangi; dalaogsnae@gmail.com  

 

Upp