Hleð......

Stytting vinnuvikunnar haft jákvæð áhrif

 

 

Arnar sagði fólk nota þann tíma sem það fær með styttingu vinnuvikunnar á mismunandi hátt en flestir þátttakendur telji að miklu muni um styttinguna. Margir nefndu að þeir hefðu meiri tíma fyrir börnin, tómstundir, félagslíf, halda tengslum við foreldra og ættingja, sjálfsrækt og þrif.

Auk Arnars sögðu tveir starfsmenn sem starfa á vinnustöðum sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefnunum frá sinni upplifun af styttri vinnuviku. Fyrst sagði Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, frá sinni reynslu en svo tók Aðalheiður Sigursveinsdóttir, mannauðsstjóri Þjóðskrár, við og sagði frá því hvernig hefur gengið að innleiða tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá stofnuninni.

Stytting vinnuvikunnar - Áhrif tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg og völdum ríkisstofnunum á fjölskyldulíf og jafnrétti
kynjanna

Hægt er að nálgast glærur frá umfjöllun um styttingu vinnuvikunnar á þingi BSRB hér að neðan.

Upp